miðvikudagur, 20. ágúst 2014

STREITURÁÐ VIKUNNAR. Í vetur ætlum við hjá Streituskólanum að setja hér inn vikulega STREITURÁÐ. Þau verða birt í upphafi vinnuvikunnar, á mánudögum. Hugmyndin er að þau verði einföld og auki meðvitund um hve mikilvægt er að varast neikvæð áhrif streitu. Við sækjum ráðin í reynsluheim okkar í starfi en við höfum unnið að fræðslu, forvörnum og einstaklingsráðgjöf á þessu sviði í yfir áratug. Þið getið tekið þátt með því að auka jákvæða umræðu um streituvarnir sem mikilvægan þátt í lífsstíl. Verið því dugleg við að deila STREITURÁÐUNUM og taka þátt í þessari vitundarvakningu.