Ekki stressa!


Streita og sjálfsskoðun
Þá er búið að opna fyrir skráningu á Streita og sjáfsskoðun: fræðsluerindi um streitu og leiðir til að auka vellíðan sem haldið verður fimmtudaginn 30. mars kl. 17-19. Erindið er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast bætta líðan og ná tökum á streitu. Þátttakendur fá fræðslu um streitu og afleiðingar hennar ásamt því að læra grunnaðferðir í núvitund og hugrænni atferlismeðferð. Tilgangurinn er að læra betur inn á sjálfan sig og eiga með því auðveldara að takast á við áskoranir daglegs lífs. Endilega skráið ykkur sem fyrst á meðfylgjandi hlekk því það er takmarkaður sætafjöldi í boði.


Streitumóttakan
Lágmúla 5, 4. hæð

Streitumóttakan er ný þjónusta fyrir alla þá sem þurfa á ráðgjöf að halda varðandi streitu og kulnun.

Sjá nánar undir flipanum Streitumóttakan hér að ofan.Fræðslunet Forvarna
Árlega er haldið málþing Forvarna með vönduðu fræðsluefni sem hentar einstaklingum jafnt sem og mannauðsstjórum. Þeir sem vilja skrá sig á fræðslunetið og fá upplýsingar um þá fræðslu sem í boði er hjá Forvörnum og Streituskólanum er boðið að skrá sig með því að senda upplýsingar um nafn, titil og vinnustað í tölvupósti á forvarnir@mmedia.is
Verið öll velkomin!


Fræðsluefni

Félagsfælni
Þunglyndi
Geðklofi
Svefn og svefntruflanir
Kvíði