Streituskólinn á Akureyri
Við erum afskaplega stolt af því að Streituskólanum á Akureyri tók til starfa vormánuðum 2019. Ef þið hafið áhuga á þessu skoðið þá upplýsingar undir flipanum 
Streituskólinn á Akureyri eða Facebooksíðuna: Streituskólinn á Akureyri.
Þetta eru streituráðgjafar Streituskólans á Akureyri. 
Frá hægri: Hafdís Sif, Helga Hrönn, Guðrún Arngríms og Inga Dagný


Þekktu þín mörk

Hefur þú séð herferð VR gegn Kulnun

Kulnun er sálfræðileg lýsing á ástandi sem myndast þegar álagsþættir verða of margir samtímis og hvíld er ekki nægileg og það myndast vítahringur með þreytu, streitu, áhugaleysi, minnisleysi og einbeitingartruflun og margs konar líkamlegri vanlíðan og skapbreytingum. Mikilvægt er að greina einkenni kulnunar snemma til að ná skjótum bata og til að koma í veg fyrir að sjúkleg streita myndist.

Ef ég þarf að leita mér hjálpar þá er þér velkomið að hafa samband við okkur:
Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, julia(hjá)stress.is
Elín Blöndal, elinbl(hjá)stress.is

Anna(hjá)stress.is
Elín K Guðmundsdóttir, elin(hjá)stress.is
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ragnheidur
(hjá)stress.is
Ólafur Þór Ævarsson olafur
(hjá)stress.isStreitumóttakan

Lágmúla 5, 4. hæð
Hér er veitt þjónusta fyrir alla þá sem þurfa á ráðgjöf að halda varðandi kulnun og streitu.
Ef þú vilt bóka tíma á Streitumóttökunni þá getur þú sent póst til Elínar Blöndal elinbl
(hjá)stress.is eða Önnu Jónsdóttir anna(hjá)stress.is og þær svara fyrirspurnum, bóka fyrir þig fyrsta viðtal til mats og fyrstu ráðgjafar. Allir eru velkomnir og ekki er þörf tilvísunar. Skoðið endilega ný námskeið sem í boði eru hér á síðunni undir flipanum Streitumóttakan. 
Fræðslunet Forvarna
Á hverju ári veita sérfæðingar Forvarnar margs konar fræðslu og haldin eru málþing Forvarna með vönduðu fræðsluefni þar sem koma fram erlendir sem innlendir fræðimenn og ráðgjafar. Þeir sem vilja skrá sig á fræðslunetið og fá upplýsingar um þá fræðslu sem í boði er hjá Forvörnum og Streituskólanum er boðið að skrá sig með því að senda upplýsingar um nafn, titil og vinnustað í tölvupósti á skráning@stress.is.
Verið öll velkomin!Nýsköpun
Undanfarin ár hafa sérfæðingar Forvarna og Streituskólans unnið að nýsköpun í skimun einstaklinga með kulnun til að geta veitt ráðgjöf snemma og meðferð ef sjúkleg streita greinist. Fyrir fyrirtæki og stofnanir eru gerðar skimanir, forvarnaáætlanir og veitt forvarnafræðsla.

"Fræðsla til forvarna" eru einkunarorð okkar