Þekktu þín mörk
Hefur þú séð herferð VR gegn Kulnun

Kulnun 
Kulnun er sálfræðileg lýsing á ástandi sem myndast þegar álagsþættir verða of margir samtímis og hvíld er ekki nægileg og það myndast vítahringur með þreytu, streitu, áhugaleysi, minnisleysi og einbeitingartruflun og margs konar líkamlegri vanlíðan og skapbreytingum. Mikiilvægt er að greina einkenni kulnunar snemma til að ná skjótum bata og til að koma í veg fyrir að sjúkleg streita myndist.

Hvað geri ég
1. Reyndu að átta þig á hvaða streituvaldar eru að hafa mest áhrif á þig núna.
Byrjaðu á að flokka streituvaldana í minniháttar og stóra eða breytanlega og óbreytanlega. Farðu svo að vinna í þeim og leysa einn af öðrum.
2. Skoðaðu hvernig þú ert að bregðast við.
Ertu neikvæður eða pirruð. Drekkurðu meira. Mótaðu viðbrögð þín svo þau verði skynsamleg og jákvæð.
3. Efldu varnir þínar með því að hugsa jákvætt, vera með góðu fólki, vandaðu samskipti, hreyfðu þig reglulega og hvíldu þig mikið.

Ef ég þarf að leita mér hjálpar
Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá Streituskólanum og  Streitumóttökunni hjá Forvörnum:


Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, julia(hjá)stress.is 
Erna Stefánsdóttir, erna(hjá)stress.is
Elin K Guðmundsdóttir, elin(hjá)stress.is
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ragnheidur(hjá)stress.is
Ólafur Þór Ævarsson, olafur(hjástress.is)


Streituskólinn og Streitumóttakan
Lágmúla 5, 4. hæð

Hér er veitt þjónusta fyrir alla þá sem þurfa á ráðgjöf að halda 
varðandi kulnun og streitu.
Fræðslunet Forvarna
Á hverju ári veita sérfæðingar Forvarnar margs konar fræðslu og haldin eru málþing Forvarna með vönduðu fræðsluefni þar sem koma fram erlendir sem innlendir fræðimenn og ráðgjafar. Þeir sem vilja skrá sig á fræðslunetið og fá upplýsingar um þá fræðslu sem í boði er hjá Forvörnum og Streituskólanum er boðið að skrá sig með því að senda upplýsingar um nafn, titil og vinnustað í tölvupósti á skráning.
Verið öll velkomin!Nýsköpun
Undanfarin ár hafa sérfæðingar Forvarna og Streituskólans unnið að nýsköpun í skimun einstaklinga með kulnun til að geta veitt ráðgjöf snemma og meðferð ef sjúkleg streita greinist. Fyrir fyrirtæki og stofnanir eru gerðar skimanir,  forvarnaáætlanir og veitt forvarnafræðsla.
"Fræðsla til forvarna" er okkar mottó.