Mannauðsstjóri til leiguSérfræðingar Forvarna sinna sálfélagslegri vinnuvernd í minni sem stærri fyrirtækjum skv. viðurkenningu Vinnueftirlits ríkins.

Í boði er að leigja mannauðsstjóra frá Forvörnum, tímabundið eða til lengri tíma.

Þjónustuleiðir "Mannauðsstjóri til leigu" eru eftirfarandi:

1. Þarfir viðkomandi fyrirtækis greindar i viðtali við stjórnendur.
2. Sérfræðingar Forvarna skila tillögu um skipulag og verksvið og samskipti við yfirmenn og starfsmenn.
3.Verðtilboð.
4. Þjónustusamningur undirritaður.

Dæmi um þjónustusamninga:
1. Mannauðsstjóri leigður í skamman tíma vegna breytinga í fyrirtækinu eða átaksverkefnis.
2. Til að framkvæma sálfélagslegt áhættumat.
3. Vegna sérstakra vandamála sem komið hafa upp í samskiptum, jafnvel eineltismála.
4. Sem hluti af eðlilegri starfssemi mannauðsstjóra í litlu fyrirtæki þar sem ekki er þörf á að ráð mannauðsstjóra í fullt starf.

Elín Kristín Guðmundsdóttir er mannauðsráðgjafi Forvarna og Streituskólans.

Hún er með meistaragráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Áhersla Elínar er að fræða hópa og leiðbeina stjórnendum í mannauðsmálum og varandi fyrirtækjamenningu á vinnustöðum. Elín vinnur með hvernig að einstaklingar og stjórnendur geta bætt samskipti sín við starfsmenn og öðlast þá frekari starfsánægju í starfi og orðið öflugri starfsmenn og stjórnendur og haft jákvæð áhrif á líðan og hegðun á vinnustað.
Netfang: elin(hjá)stress.is