Fræðslunet


Fræðslunet Forvarna
Árlega er haldið málþing Forvarna og Streituskólans með vönduðu fræðsluefni sem bæði hentar mannauðsstjórum og einstaklingum. Mikil áhersla er lögð á að gera nýjustu þekkingu aðgengilega í fyrirlestrum og málstofum. Þar fyrir utan er ýmis fræðsla í boði. Þeir sem vilja skrá sig í fræðslunetið er boðið að senda í tölvupósti nafn, titil og vinnustað. Þeir munu fá upplýsingar um þá fræðslu sem er i boði hverju sinni og tilkynningar um árleg málþing.

Ef þið hafið áhuga, sendið þá tölvupóst á skraning@stress.is og merkið Fræðslunet Forvarna.


Helstu áherslur í fræðslu hjá Forvörnum og Streituskólanum 2018-2019


Heilsueflandi vinnustaður – góð fyrirtækjamenning
Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu áhrifaþætti á heilsu og líðan starfsmanna, hvað það er í vinnuumhverfi, skipulagi, samskiptum og stjórnun sem getur ýtt undir góða vinnuvernd og hvernig starfsmenn geti stuðlað að góðri fyrirtækjamenningu.

Góð vinnuvernd skilar árangri – bætir frammistöðu og framleiðni
Öll fyrirtæki, smá og stór, eiga að vera með skipulegt vinnuverndarstarf og margar leiðir eru til þess. Í fyrirlestrinum er farið yfir lámarkskröfur vinnuverndarlaganna varðandi heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfið, ábyrgð og skyldur stjórnenda og starfólks. Einnig er fjallað um árangursríkar leiðir til að bæta og efla vinnuverndarstarfið svo vinnustaðurinn verði til fyrirmyndar.

Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum
Í fræðslunni er farið í mismunandi skilgreiningar og birtingamyndir eineltis og ofbeldis á vinnustöðum, helstu orsakavalda og afleiðingar. Rætt um helstu leiðir og ábyrgð stjórnenda og starfsfólks í að fyrirbyggja og bregðast við ef einelti kemur upp á vinnustað. Einnig er farið í mikilvægi opinnar umræðu og fræðslu um einelti sem forvörn ásamt skýrri stefnu, viðbragðsáætlun og stuðning ef upp koma mál á vinnustað. Enginn kvartar ef hann veit ekki hvert.

Streitan getur verið lúmsk
Streitan getur verið lúmskur skaðvaldur á líðan og heilsu fólks. Vinnuálag er mjög fljótt að þróast út í alvarlegt streituástand. Í færðslunni er farið í hvað er streita og áhrif hennar á líðan og heilsu. Einnig er farið í mikilvægi þess að  taki ábyrgð á eigin streitu og þekkja streituviðbrögð sín og álagsvarnir.

Heilsueflandi stjórnandi
Í fyrirlestrinum er fjallað um helstu þætti í skipulagi og stjórnun sem stuðla að aukinni starfsánægju og afkastameiri liðsheild. Hvernig hugarfarsbreyting stjórnenda er fyrsta skrefið til að auka færni starfsmanna og áhuga til að gera vinnustaðinn enn betri og ná sameiginlegum markmiðum í rekstri. Stjórnendum gefst tækifæri á að rýna eigin stjórnunarstíl og bæta við verkfærum í bakpoka sinn.    

Fjarvistir og erfið starfsmannamál
Skammtímafjarvistir og erfið starfsmannamál eru oft tímafrek og jafnvel kostnaðarsöm. Í fræðslunni er farið í skilvirkar leiðir til að vinna með fjarvistamálin, hvernig bregðast má við tíðri skammtímafjarveru og erfiðum starfsmannamálum. Einnig er farið í ávinning af því að bjóða stuðning og sveigjanleika í langtíaveikindum og við endurkomu til starfa eftir veikindi.

Erfiða samtalið – verður árangursríkt
Hver kannast ekki við að fresta erfiðum starfsmannamálum? Með faglegum og góðum undirbúningi fyrir erfið samtöl við starfsmenn er óþarfi að fresta þeim. Í fræðslunni er farið í undirbúning, samtalsaðferðir og eftirfylgni samtals, þátttakendur vinna raundæmi og fá samtalsform til að styðjast við. 

Áhrif streitu á samskipti í vinnu og innan fjölskyldu
Samband atvinnu og fjölskyldulífs getur verið flókið og margþætt. Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu áhrif streitu á vinnustað og innan fjölskyldu. Rætt um mikilvægi skilnings á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja gagnvart starfsfólki sínu og bent á hvernig hægt sé að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf, öllum til hagsbóta.
  
Streitan „Hinn undirliggjandi skaðvaldur“
Streitan getur verið lúmskur skaðvaldur á líðan og heilsu fólks. Vinnuálag er mjög fljótt að þróast út í alvarlegt streituástand, línan er það fín á milli álags og streitu að þegar álagsvarnir líkamans gefa sig upplifir viðkomandi eins og hann hafi hreinlega gengið á vegg. Í færðslunni er farið í hvað er streita, hvaða áhrif hún getur haft á líðan og heilsu starfsmanna. Einnig er farið í mikilvægi þess að  taki ábyrgð á eigin streitu og þekki sín streituviðbrögð til að auka meðvitund sína og álagsvarnir.