Streitumóttakan

Streitumóttakan í Reykjavík er í Lágmúla 5, á 4. hæð
Hér er veitt þjónusta fyrir alla þá sem þurfa á ráðgjöf að halda varðandi kulnun og streitu.
Ef þú vilt bóka tíma á Streitumóttökunni þá getur þú sent póst til Elínar Blöndal eða Önnu Jónsdóttir og þær svara fyrirspurnum, bóka fyrir þig fyrsta viðtal til mats og fyrstu ráðgjafar. 


Hafa samband: anna(hjá)stress.is


Allir eru velkomnir og ekki er þörf tilvísunar
Námskeið um markmiðasetningu
Hvernig geta markmið hjálpað þér að ná tökum á streitunni? Hvenær eru markmið gagnleg? Hvernig markmið áttu að setja þér og hvernig átt þú að fylgja þeim eftir?
Í námskeiðinu er fjallað um þessa þætti, rætt um streitu í vinnu og daglegu lífi og hvernig markmið geta verið hjálpleg til að vinna gegn streitu. Farið er yfir streituvalda, streituvarnir og viðbrögð við streitu. Kynntar eru árangursríkar leiðir til að setja sér markmið. Skoðað er með þátttakendum hverjir eru helstu streituvaldar hjá hverjum og einum. Þá er skoðað hvernig hægt er að nota markmið til að ná betri tökum á streitunni. Þáttakendur setja sér markmið á þeim sviðum sem þörf er á og vinna verkefni í tengslum við þau.
Námskeiðið er í tveimur hlutum, 2. og 23. maí. Fyrri hluti felst í fyrirlestri og vinnustofu (2,5 klst.) og síðari hluti felst í umræðum sem ætlað er að styðja þátttakendur við að fylgja markmiðum sínum eftir (1 klst.)
Verð: 15.000 kr.

Skráning: anna(hjá)stress.is eða elinbl(hjá)stress.is
Gert er ráð fyrir 5-10 þátttakendum hverju sinni.


Streitumóttakan á Akureyri er á Læknastofum Akureyrar. 


Velkomið er að panta tíma í síma 462 2000 eða senta tölvupóst á Helgu Hrönn Óladóttir í helga(hjá)stress.is. Námskeið þar verða auglýst síðar.