Netfang: olafur(hjá)stress.is
Dr. Ólafur Þór Ævarsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Forvarna. Hann er sérfræðingur í geðlækningum og hefur starfað að lækningum og kennslu við háskólageðdeildir erlendis og hérlendis. Hann hefur stundað vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá læknadeild Gautaborgháskóla 1998. Hann hefur sinnt fræðslu og handleiðslu um árabil og flutt fyrirlestra bæði hérlendis sem erlendis og hefur birt fræðilegar greinar í erlendum vísindatímaritum, ritað greinar í íslensk tímarit um geðraskanir og geðheilsu og útbúið og þýtt kennsluefni og kynningarrit fyrir fagfólk og almenning. Ólafur Þór hefur lengi veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum og haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar í starfi. Ólafur Þór er stofnandi Forvarna ehf., sem reka Lækninga- og fræðslusetur ásamt Streitumóttökunni og Streituskólanum og starfar einnig sem einn af ráðgjöfum fyrirtæksins.
Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Ph.D., félagsráðgjafi Netfang: julia(hjá)stress.is
Dr. Sveinbjörg Júlía lauk BA-prófi í félagsvísindum og námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og meistaraprófi frá Göteborgs Universitet. Hún varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands 12. desember 2014. Hún hefur starfað við félagsráðgjöf, lengst hjá Geðsviði LSH, þar sem hún m.a. leiddi hópstarf sem hluta meðferðar. Þar starfaði hún síðast sem forstöðufélagsráðgjafi. Að undanförnu hefur hún stundað rannsóknir og unnið við greinarskrif til doktorsprófs og hafa þegar birst eftir hana greinar í innlendum og erlendum vísindatímaritum. Sveinbjörg Júlía hefur mikinn áhuga á auknum lífsgæðum þeirra sem greinst hafa með geðsjúkdóma og leggur mikla áherslu á heildarsýn aðstæðna einstaklinga, hjóna og fjölskyldna, samspili þeirra innbyrðis og í umhverfi sínu. Hún notar sálfélagslegar aðferðir í meðferð þeirra sem til hennar leita.
Aldís Arna Tryggvadóttir
Netfang: aldisarna(hjá)stress.is
Aldís Arna Tryggvadóttir, vottaður markþjálfi frá Evolvia, B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og frönsku frá Háskóla Íslands.
Aldís Arna er með alþjóðlega vottum sem markþjálfi (e. Life Coach) frá alþjóðlegu markþjálfastofnuninni ICF – International Coaching Federation: “The golden standard in coaching”. Aldís Arna brennur fyrir markþálfun – þeim fræðum sem færa einstaklinga nær því að blómstra og láta drauma sína, markmið, langanir og þrár verða að veruleika í lífi, leik og starfi. Helstu áhugasvið hennar eru sjálfsrækt og þar með mannrækt og mannúð – hvernig einstaklingar geti ræktað sjálfan sig, sjálfum sér, sínum nánustu og samfélaginu öllu til heilla. Aldís Arna hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu á sviði markþjálfunar, stjórnunarstarfa, alþjóðlegra samskipta og fjármála. Aldís Arna er framkvæmdastjóri heilsutengdu ferðaskrifstofunnar Coldspot sem er í samstarfi við Forvarnir varðandi streitulausar ferðir og hópefli.Aldís Arna býður upp á markþjálfun einstaklinga og hópa, hópefli, ráðgjöf gegn streitu og fyrirlestra tengda heilbrigði, líðan, jafnvægi og sátt.
Helga Hrönn Óladóttir, Umdæmisstjóri Streituskólans á Norðurlandi.Netfang: helga(hja)stress.is
Helga Hrönn hefur lokið MA í mannauðsstjórnun sem og BA í uppeldis- og menntunarfræði, hvorutveggja frá Háskóla Íslands. Helga hefur tileinkað sér uppeldi í leik og starfi frá vöggu til grafar ef svo má að orði komast, en áhugasvið hennar liggur í hegðun og líðan fólks á æviskeiðinu hvort sem er á vinnumarkaði eða utan hans. Þá hefur Helga einnig setið kúrsa í sáttamiðlun. Helga hefur mikið starfað með börnum og unglingum frá brotnum heimilum, ásamt því að sinna í dag mannauðsstarfi. Hennar helsta áhugamál er tónlist og starfar Helga einnig hjá Menningarfélagi Akureyrar aukalega við það að gefa sig út fyrir söng á norðurlandi. Geðheilsuefling er Helgu afar hugleikin og er hennar helsta hlutverk að fræða og veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna í málefnum streitu og kulnunar á Norðurlandi.
Hafdís Sif Hafþórsdóttir
Netfang: hafdis(hja)stress.is
Hafdís Sif er einn af ráðgjöfum Streituskólans á Norðurlandi. Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað lengi á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún er með langa reynslu að eftirfylgd við aðstandendur sem hafa misst ástvinni sína. Einnig að forvörnum við lungnasjúkligna og eflingu. Hún sér m.a. um stuðning og fræðslu til aðstandenda þeirra sem veikst hafa af streitu.
Guðrún Blöndal, hjúkrunarfræðingur
Netfang: gudrun(hjá)stress.is
Guðrún Blöndal er hjúkrunarfræðingur með langa reynslu af hjúkrunarstörfum bæði hér og erlendis, geðfræðslu og ráðgjöf. Guðrún hefur sérhæft sig í forvörnum, eftirfylgni og samfellu í meðferð ásamt hópvinnu við endurhæfingu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða með áherslu á félagsþjálfun og stuðning við langveika. Hún starfaði lengi sem deildarstjóri á endurhæfingardeild á Geðsviði LSH en þar stjórnaði hún deild og teymi sem sérhæfði sig í þjónustu við einstaklinga með langvinn geðræn veikindi.Guðrún veitir einnig hagnýta leiðsögn og ráðgjöf fyrir starfsfólk fyrirtækja sem er undir álagi, sem og sérfræðinga á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu.
Björg Sigríður Hermannsdóttir, Ph.D, ráðgjafarsálfræðingurNetfang: bjorg.sigridur@gmail.com
Dr. Björg Sigríður lauk doktorsnámi í ráðgjafarsálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum árið 2014, með séráherslu á fjölmenningarmál. Hún hefur starfað við greiningu, ráðgjöf og sálfræðimeðferð fullorðinna með ýmis geðræn og sálfélagsleg vandamál, ásamt því að sinna rannsóknum, kennslu og faglegri handleiðslu. Björg Sigríður hefur stýrt fræðslu og líflegum umræðum meðal fagfólks og háskólanema, bæði á Íslandi og erlendis, á sviði fjölmenningar, jafnréttis og samstarfi fólks af ólíkum uppruna. Hún hefur sérstakan áhuga á málum sem tengjast starfi með fólki af ólíkum uppruna í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og í skólum.
Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir
Netfang: bringv@gmail.com
Brynjólfur Ingvarsson er geðlæknir með sérfræðingsréttindi á Islandi og í Svíþjóð. Hann hefur aðallega stundað klínísk störf, lengst af á Akureyri. Hann er einnig áhugamaður um geðvernd og hefur lengi verið formaður Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis. Eftir starfslok á sjúkrahúsi vegna aldurs hefur áhuginn beinst í auknum mæli að grasrótarstarfi með skjólstæðingum og notendum geðheilbrigðisþjónustu á Akureyri og forvörnum . Aukaáhugamál eru ritstörf, kvæðagerð, öldungablak og reiðhestar. Brynjólfur býr á Akureyri og hefur séð um mörg verkefni Streituskólans og Forvarna ehf. á Norðurlandi.