Hópefli – Hvatning – Framtíðarsýn
Hópstarf hjá Meðferðar- og fræðslusetri Forvarna og Streituskólans, byggir m.a. á kenningum um tengsl tilfinninga og samskipta, virkni og félagslegrar aðlögunar. Því er ætlað að þjóna einstaklingum með fjölþætt mál. Í hópstarfinu gildir gagnkvæmt traust og trúnaður.
Grundvöllur hópstarfs felst í að fólk tali saman
· Markmið hópstarfs er gagnkvæmur stuðningur einstaklinga til þess að hafa tök á tilverunni, leiðsögn í sjálfseflingu og að styrkja sjálfsmynd, traust og sjálfsvirðingu
· Auka virkni og getu einstaklinga í þeim tilgangi að auka lífsgæði
· Styrkja og efla samkennd og skilning
· Að þekkja styrkleika sína og veikleika
· Finna hvernig gagnkvæm félagsleg tengsl geta verið styrkjandi
· Vinna að jákvæðri þróun og breytingum frá degi til dags
· Þátttakendur fá möguleika á að ræða sameiginlega reynslu og að læra að virða ólíkar skoðanir
· Huga að möguleikum og réttindum sínum í samfélaginu og öðru sem við á varðandi atvinnu, menntun, búsetu og félagsleg tengsl
· Byggja á fortíð og nútíð og horfa til framtíðar
· Áætlað er að hittast í alls 10 skipti.
Nánari upplýsingar í síma 866 2296 og með fyrirspurnum í póstfangið julia(hjá)stress.is