Áreitni og einelti


Kynferðislegt áreiti, einelti, óeðlileg samskipti og valdníðsla eru mikilvægir þættir í sálfélagslegu vinnuumhverfi. Vönduð stefna í mannauðsmálum fyrirtækja og opin umræða í skólum og samfélaginu öllu er frábær leið til forvarna og geðheilsueflingar.

Forvarnir var eitt fyrsta ráðfgafafyrirtækið í sálfélagslegri vinnuvernd á Íslandi sem hlaut viðurkenningu Vinnueftirlits Ríkisins til að gera áhættumat og forvarnaáætlanir. Sérfæðingar Forvarna hafa bæði mikla þekkingu og reynslu til að sinna slíkum málum.


Kynferðislegt áreiti - viðhorf - forvarnir
Kynferðislegt áreiti felur í sér að einstaklingur, karl eða kona, leyfir sér að nálgast einksvæði annars einstaklings án samþykkis með orðum, gjörðum eða látbragði.

Skilgreining Vinnueftirlitsins er „Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg“.

Aukin þekking og skilningur á skaðsemi kynferðislegs áreitis leiðir til viðhorfsbreytinga og aukinna forvarna í samtímanum.

Meðferðar og fræðslusetur Forvarna og Streituskólinn sérhæfa sig í að efla geðheilsu og auka lífsgæði fólks. Ávallt er lögð áhersla á að starfsmenn séu virkir þátttakendur í sínu starfsumhverfi á vinnustað.
Starfsmenn Forvarna eru með vottun Vinnueftirlitsins sem sérfræðingar i greiningu, mati og meðferð sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustað.
Höfundur: Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðsisviði.