Áreitni og einelti

Kynferðislegt áreiti, einelti, óeðlileg samskipti og valdníðsla eru mikilvægir þættir í sálfélagslegu vinnuumhverfi. Vönduð stefna í mannauðsmálum fyrirtækja og opin umræða í skólum og samfélaginu öllu er frábær leið til forvarna og geðheilsueflingar.

Forvarnir var eitt fyrsta ráðfgafafyrirtækið í sálfélagslegri vinnuvernd á Íslandi sem hlaut viðurkenningu Vinnueftirlits Ríkisins til að gera áhættumat og forvarnaáætlanir. Sérfæðingar Forvarna hafa bæði mikla þekkingu og reynslu til að sinna slíkum málum.
Meðferðar og fræðslusetur Forvarna og Streituskólinn sérhæfa sig í að efla geðheilsu og auka lífsgæði fólks. Ávallt er lögð áhersla á að starfsmenn séu virkir þátttakendur í sínu starfsumhverfi á vinnustað.


Starfsmenn Forvarna eru með vottun Vinnueftirlitsins sem sérfræðingar i greiningu, mati og meðferð sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustað.


Forvarnagátt

Hér er mögulegt að gera fyrirspurn, óska ráðlegginga eða tilkynna beint um ofbeldi, áreiti, einelti eða ósæmilega hegðun.


Öllum er velkomið að hafa samband beint við ráðgjafa Forvarna. Þeir ráðgjafar sem mesta reynslu hafa af þessum málum eru:

Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, julia(hjá)stress.is
Anna Jónsdóttir, anna(hjá)stress.is
Ólafur Þór Ævarsson, olafur(hjá)stress.is


Starfsmenn fyrirtækja sem gert hafa samtarfssamning við Forvarnir hafa samband skv. þeim leiðbeiningum sem þeir hafa fengið frá stjórnendum fyrirtækisins.

Fyrsta skref eftir tilkynningu er að viðkomandi komi til viðtals þar málið er metið og ráðgjafar Forvarna gefa ráð um næstu skref. Mikil áhersla er á að gæta fyllsta trúnaðar.