Streituskólinn á Akureyri

Streituskólinn á Akureyri
Í Streituskólanum er veitt fræðsla um streituvarnir, eflingu geðheilsu og betri samskipti. Einstaklingar, vinnustaðir og hópar geta fengið frekari upplýsingar eða pantað námskeið og fræðslu með því að senda Helgu Hrönn Óladóttir umdæmisstjóra Streituskólans á Norðurlandi tölvupóst í póstfangið helga(hjá)stress.is

Einnig er í boði eftirfarandi þjónusta fyrir fyrirtæki: Mælingar á streitu og líðan. Fræðsla um samskiptaeflingu og vinnustaðamenningu. Gerð forvarnaáætlana. Aðgerðaáætlanir, greining og úrvinnsla eineltismála. Forvarnir gegn kynbundnu áreiti. Skimanir á þunglyndi, kvíða og kulnun hjá hópum sem eru undir miklu álagi.

Á Streitumóttökunni á Læknastofum Akureyrar á Glerártorgi er í 
boði hagnýt handleiðsla gegn streitu fyrir einstaklinga. Panta má viðtalstíma í síma 462-2000 eða með því að hafa samband við Helgu Hrönn í helga(hjá)stress.is.