Sálfélagslegt áhættumat

Sálfélagslegt áhættumat og streitumælingar

Sálfélagslegt áhættumat er gert skv. lögum um hollustuhætti á vinnustöðum á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem mögulega geta haft áhrif á heilsu og líðan í starfi. Sérstaklega eru skoðaðir streituvaldar og samskipti og andleg líðan.


Ferli áhættumats er ekki persónugreinanlegt og fer fram með spurningalista sem starfsmenn fá senda í vinnutölvu sína.


Áhættumat af þessu tagi hentar vel til að efla vitund starfsmanna um mikilvægi góðra samskipta og forvarna gegn vanlíðan, kulnun og samskiptaerfiðleika. Niðurstöður matsins gefa yfirmönnum og mannauðsstjórum yfirlit um sálfélagsar aðstæður og líðan á vinnustaðnum og nýtast vel við áætlanagerð og forvarnir.

Niðurstöður áhættumats eru kynntar stjórnendum og starfsmönnum og í framhaldinu er unnið með niðurstöður um  streitu, kulnun, starfsánægju, lífsstíll, hugarfar, tímastjórnun og þá þætti sem mikilvægastir eru viðkoandi fyrirtæki eða stofnun..

Eftirfylgni er í boði sérstaklega ef gera þarf breytingar í skipulagi.


Sérstök ráðgjöf við stjórnendur er í boði í tengslum við matið sérstaklega hvað varðar breytingastjórnun og forvarnaáætlanir.

Fyrirspurnir um sálfélagslegt áhættumat:

Ólafur Þór Ævarsson, olafur(hjá)stress.is