Sálfélagslegt áhættumat

Sálfélagslegt áhættumat og streitumælingar

Sálfélagslegt áhættumat skal ná til þeirra þátta í vinnuumhverfinu sem mögulega geta haft áhrif á heilsu og líðan í starfi. Sérstaklega skal litið til þátta sem flokkast undir líklega streituvalda í nærumhverfi starfsmanns sem mögulega geta komið niður á heilsu starfsfólks.
Með sálfélagslegu áhættumati er verið að skima líðan og koma auga á mögulega streitu sem er undirliggjandi skaðvaldur og ná þannig að grípa snemma inn í slíka þróun og koma í veg fyrir að streituvaldar komi niður á starfsmanninum og skilpulagsheildinni. Mikilvægt er að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan starfsmanna og huga að félagslegum og andlegum vinnuverndarþáttum sem fela í sér samskipti, upplýsingaflæði, vinnuálag, tímastjórnun, einelti o.s.frv.

Ferli áhættumats: Fyrsta skimun felur í sér fyrirlögn á spurningalista ástamt almennri fræðslu um streitu í starfi og umræðum í kjölfarið. Út frá umræðum er hægt að safna ómetanlegum gögnum um stöðu mála og það sem liggur á huga starfsmanna.
Kortlagning streituvalda
Setjum upp Streitukort á skjáinn og fyllum saman í streituvalda og afleiðingar.Frá þeim gögnum setjum við upp markvisst plan til að ráðast í þá þætti sem þarfnast breytinga.

Inngrip út frá niðurstöðumÚt frá niðurstöðum áhættumats verða haldin ítarlegri og afmarkaðri erindi (fyrirlestrar) ásamt almennum þáttum sem koma alltaf við sögu innan fyrirtækja og nauðsynlegt að herða á þeim með upplýsingum og fræðslu í formi forvarna sem eru Streita, Kulnun, Starfsánægja, Lífsstíll, Hugarfar, Tímastjórnun.
Nýta þannig kenningar sálfræðinnar á hagnýtan hátt til að koma í veg fyrir að vandamál þróist.

Fyrirspurnir um sálfélagslegt áhættumat sendist til olafur(hjá)stress.is.