Handleiðsla og markþjálfun (Coaching)

Handleiðsla, hagnýt leiðsögn og markþjálfun er sérhæf fagleg þjónusta þar sem unnið er með eflingu stjórnenda, einstaklinga eða hópa.
Einstaklingum er leiðbeint og þeir þjálfaðir til að beita faglegum aðferðum, þroskast í starfi og aðgreina einkalíf frá atvinnu.
Með leiðsögn þar sem beitt er faglegum stuðningi og markvissri þjálfun er unnið að betri líðan á vinnustað, bættum samskiptum og öflugri vörnum gegn streitu.
Hagnýt leiðsögn er ætluð til að efla fagmennsku í starfi og um leið auka gæði þjónustu, þar sem unnið er undir álagi og miklar kröfur eru gerðar til þekkingar og kunnáttu.
Veittur er stuðningur við úrvinnslu tilfinningalegra áhrifa sem erfiðleikar og áföll geta framkallað.
Viðfangsefnin geta einnig snert samskipti og ýmis hagnýt úrlausnarefni.


Hagnýt leiðsögn er ætluð:
1. Yfirmönnum og millistjórnendum í fyrirtækjum.
2. Mannauðsstjórum.

3. Starfsmönnum undir miklu álagi.

Sérfræðingar Forvarna eru með sérstaka áherslu á þjónustu við eftirfarandi starfshópa:
1. Lykilstarfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
2. Kennarar og skólastjórnendur.

Hafa samband: 

Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, julia(hjá)stress.is
Aldís Arna Tryggvadóttir, aldisarna(hjá)stress.is
Ólafur Þór Ævarsson, olafur(hjá)stress.is