Forsíða

Hjá Forvörnum er veitt fræðsla, ráðgjöf og meðferð. 
Sérfæðingar Forvarna hafa þekkingu á sviði kennslu-, mannauðs- og heilbrigðisfræða.
Þeir framkvæma skimanir, streitumælingar og greiningar á líðan og samskiptum.
Þjónusta Forvarna er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Allir eru velkomnir.Streitumóttakan

Lágmúla 5, 4. hæð 
Hér er veitt þjónusta fyrir alla þá sem þurfa á ráðgjöf að halda varðandi kulnun og streitu.


Streituskólinn á Akureyri
Streituskólinn á Akureyri tók til starfa vorið 2019. Ef þið hafið áhuga á þessu skoðið þá upplýsingar undir flipanum 
Streituskólinn á Akureyri eða 
Facebooksíðuna: Streituskólinn á Akureyri.


Þekktu þín mörk
Hefur þú séð herferð VR gegn Kulnun

Kulnun er sálfræðileg lýsing á ástandi sem myndast þegar álagsþættir verða of margir samtímis og hvíld er ekki nægileg og það myndast vítahringur með þreytu, streitu, áhugaleysi, minnisleysi og einbeitingartruflun og margs konar líkamlegri vanlíðan og skapbreytingum. Mikilvægt er að greina einkenni kulnunar snemma til að ná skjótum bata og til að koma í veg fyrir að sjúkleg streita myndist.
Ef þú þarft að leita þér hjálpar þá er þér velkomið að hafa samband: 
Ólafur Þór Ævarsson olafur(hjá)stress.is 

Fræðslunet Forvarna
Á hverju ári veita sérfæðingar Forvarnar margs konar fræðslu og haldin eru málþing Forvarna með vönduðu fræðsluefni þar sem koma fram erlendir sem innlendir fræðimenn og ráðgjafar. Þeir sem vilja skrá sig á fræðslunetið og fá upplýsingar um þá fræðslu sem í boði er hjá Forvörnum og Streituskólanum er boðið að skrá sig með því að senda upplýsingar um nafn, titil og vinnustað í tölvupósti á 
skráning@stress.is.

Forvarnagátt
Hér er mögulegt að gera fyrirspurn, óska ráðlegginga eða tilkynna beint um ofbeldi, áreiti, einelti eða
ósæmilega hegðun.
Öllum er velkomið að hafa samband beint við ráðgjafa Forvarna. Frekari upplýsingar eru undir flipanum áreiti og einelti.

Nýsköpun
Undanfarin ár hafa sérfæðingar Forvarna og Streituskólans unnið að nýsköpun í skimun einstaklinga með kulnun til að geta veitt ráðgjöf snemma og meðferð ef sjúkleg streita greinist. Fyrir fyrirtæki og stofnanir eru gerðar skimanir, forvarnaáætlanir og veitt forvarnafræðsla.

"Fræðsla til forvarna" eru einkunarorð okkar